Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 14:13 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent