Ljósið hlýtur Samfélagsverðlaunin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2016 06:00 Sigurvegarar Starfsmenn Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, fengu Samfélagsverðlaunin í ár. Vísir/Stefán Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Ljósinu verðlaunagrip og 1,2 milljónir í verðlaunafé. Fréttablaðið/Stefán Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2016. Samfélagsverðlaunin eru veitt samtökum sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.Allir sigurvegarar og tilnefndir Hátt í 300 tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins bárust í ár. Allir sigurvegarar og tilnefndir fóru heim með góðar gjafir og viðurkenningar. Fréttablaðið/StefánForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Samfélagsverðlaunin sem veitt voru í ellefta sinn í gær. Verðlaunaféð er 1,2 milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Frú Ragnheiður, sem er verkefni Rauða krossins. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu. Góðgerðarfélagið Thorvaldsensfélagið, sem hefur starfað frá 1875, var einnig tilnefnt.Hvunndagshetjur Þrír voru tilnefndir í flokki Hvunndagshetjunnar. Draumasetrið – áfangaheimili bar sigur úr býtum. Fréttablaðið/StefánÍ flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið hjá sundfélaginu Óðni. Fyrstu árin sinnti hún sundþjálfuninni í sjálfboðavinnu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Marita fræðslan, sem er fræðslustarf fyrir börn og fullorðna um forvarnir gegn vímuefnum og áfengisneyslu, og Ólöf Kristín Sívertsen, grunnskólakennari og lýðheilsufræðingur. Hún er helsti hvatamaður þess að Mosfellsbær varð fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan hlaut Draumasetrið sem hjónin Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir reka. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út í samfélagið á ný. Hlín Baldvinsdóttir var tilnefnd í þessum flokki fyrir mannúðarstörf á innlendum og erlendum vettvangi í nær tvo áratugi. Hermann Ragnarsson var tilnefndur fyrir hetjulega baráttu fyrir tvær albanskar flóttafjölskyldur. Sólveig Sigurðardóttir hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum fyrir starf sitt við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Fréttasíðan Iceland News Polska var tilnefnd í þessum flokki. Fréttasíðan miðlar fréttum af daglegu lífi á Íslandi auk þess að miðla upplýsingum um íslenska siði, venjur og hefðir til lesenda. Tilnefningu hlaut einnig Tara Ösp Tjörvarsdóttir og átakið #égerekkitabú, sem opnaði á umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Átakið fór af stað með grein Töru Aspar.Gegn fordómum Vefsíðan Iceland News Polska, átakið #égerekkitabú og Sólveig Sigurðardóttur voru tilnefnd í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin. Fréttablaðið/StefánHeiðursverðlaunin að þessu sinni hlaut kynningar- og fjáröflunarátakið Á allra vörum. Frá árinu 2008 hafa þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Formaður dómnefndar var Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. Aðrir í dómnefnd voru Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum. Dómnefnd tilnefndi þrjá í hverjum flokki nema í flokki Heiðursverðlauna. Þar var einn tilnefndur. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Ljósinu verðlaunagrip og 1,2 milljónir í verðlaunafé. Fréttablaðið/Stefán Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2016. Samfélagsverðlaunin eru veitt samtökum sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.Allir sigurvegarar og tilnefndir Hátt í 300 tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins bárust í ár. Allir sigurvegarar og tilnefndir fóru heim með góðar gjafir og viðurkenningar. Fréttablaðið/StefánForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Samfélagsverðlaunin sem veitt voru í ellefta sinn í gær. Verðlaunaféð er 1,2 milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Frú Ragnheiður, sem er verkefni Rauða krossins. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu. Góðgerðarfélagið Thorvaldsensfélagið, sem hefur starfað frá 1875, var einnig tilnefnt.Hvunndagshetjur Þrír voru tilnefndir í flokki Hvunndagshetjunnar. Draumasetrið – áfangaheimili bar sigur úr býtum. Fréttablaðið/StefánÍ flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið hjá sundfélaginu Óðni. Fyrstu árin sinnti hún sundþjálfuninni í sjálfboðavinnu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Marita fræðslan, sem er fræðslustarf fyrir börn og fullorðna um forvarnir gegn vímuefnum og áfengisneyslu, og Ólöf Kristín Sívertsen, grunnskólakennari og lýðheilsufræðingur. Hún er helsti hvatamaður þess að Mosfellsbær varð fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan hlaut Draumasetrið sem hjónin Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir reka. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út í samfélagið á ný. Hlín Baldvinsdóttir var tilnefnd í þessum flokki fyrir mannúðarstörf á innlendum og erlendum vettvangi í nær tvo áratugi. Hermann Ragnarsson var tilnefndur fyrir hetjulega baráttu fyrir tvær albanskar flóttafjölskyldur. Sólveig Sigurðardóttir hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum fyrir starf sitt við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Fréttasíðan Iceland News Polska var tilnefnd í þessum flokki. Fréttasíðan miðlar fréttum af daglegu lífi á Íslandi auk þess að miðla upplýsingum um íslenska siði, venjur og hefðir til lesenda. Tilnefningu hlaut einnig Tara Ösp Tjörvarsdóttir og átakið #égerekkitabú, sem opnaði á umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Átakið fór af stað með grein Töru Aspar.Gegn fordómum Vefsíðan Iceland News Polska, átakið #égerekkitabú og Sólveig Sigurðardóttur voru tilnefnd í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin. Fréttablaðið/StefánHeiðursverðlaunin að þessu sinni hlaut kynningar- og fjáröflunarátakið Á allra vörum. Frá árinu 2008 hafa þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Formaður dómnefndar var Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. Aðrir í dómnefnd voru Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum. Dómnefnd tilnefndi þrjá í hverjum flokki nema í flokki Heiðursverðlauna. Þar var einn tilnefndur.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira