Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2016 06:45 Kári Stefánsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Kári Stefánsson segir að tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að flytja fyrirhugaða spítalabyggingu frá Hringbraut að Vífilsstöðum benda til þess að þar með sé forsætisráðherra sestur í stjórnarandstöðu. Tillagan hafi verið sett fram sem stríðsyfirlýsing gegn samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Kári hefur skrifað til forsætisráðherra og birtist í Fréttablaðinu í dag. Fer Kári yfir feril Sigmundar Davíð sem forsætisráðherra. Segir Kári það vera með öllu fordæmislaust að ráðherra í samsteypustjórn gangi opinberlega gegn mikilvægum ákvörðunum ráðherra úr samstarfsflokki sínum. „Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunnni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður,“ ritar Kári áður en hann heldur áfram. „Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu.“Sjá einnig: Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“Kári segist vita að Sigmundur Davíð hafi rætt við landlækni um tillögu sína og hafi hann mælt gegn því að forsætisráðherra setti hana fram. Með því að setja fram þessa tillögu, sem Kári nefnir sprengju, hafi forsætisráðherra enn aukið á þá erfiðleika sem þarf að yfirstíga til þess að nýr spítali rísi sem fyrst. Það sé það sem skipti máli, ekki nákvæmlega hvar hann verði byggður líkt og Kári hefur áður sagt.Forsætisráðherra fari í sjósund, horfi í spegil og segi: Það er gaman að vera forsætisráðherraKári fer um víðan völl í greininni og minnist meðal annars á brandara sem hann segir að gárungarnir segi um Sigmund Davíð. „Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnarandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisserKári segir að upphaflega hafi Sigmundur Davíð komið inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi en fljótlega hafi farið að halla undan fæti. Telur hann líklegt að það hafi verið ákveðið áfall fyrir ungan mann eins og Sigmund að verða forsætisráðherra og segir margt benda til þess að Sigmundur Davíð telji sig ekki eiga skilið að gegna því embætti. Kári hefur þó ráð á reiðum höndum fyrir Sigmund Davíð til þess að vinna bug á þeirri tilfinningu. „Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósundsfólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur.“Lesa má opið bréf Kára Stefánssonar til Sigmundar Davíðs í heild með því að smella hér. Tengdar fréttir Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn 18. mars 2016 07:00 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Kári Stefánsson segir að tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að flytja fyrirhugaða spítalabyggingu frá Hringbraut að Vífilsstöðum benda til þess að þar með sé forsætisráðherra sestur í stjórnarandstöðu. Tillagan hafi verið sett fram sem stríðsyfirlýsing gegn samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Kári hefur skrifað til forsætisráðherra og birtist í Fréttablaðinu í dag. Fer Kári yfir feril Sigmundar Davíð sem forsætisráðherra. Segir Kári það vera með öllu fordæmislaust að ráðherra í samsteypustjórn gangi opinberlega gegn mikilvægum ákvörðunum ráðherra úr samstarfsflokki sínum. „Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunnni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður,“ ritar Kári áður en hann heldur áfram. „Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu.“Sjá einnig: Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“Kári segist vita að Sigmundur Davíð hafi rætt við landlækni um tillögu sína og hafi hann mælt gegn því að forsætisráðherra setti hana fram. Með því að setja fram þessa tillögu, sem Kári nefnir sprengju, hafi forsætisráðherra enn aukið á þá erfiðleika sem þarf að yfirstíga til þess að nýr spítali rísi sem fyrst. Það sé það sem skipti máli, ekki nákvæmlega hvar hann verði byggður líkt og Kári hefur áður sagt.Forsætisráðherra fari í sjósund, horfi í spegil og segi: Það er gaman að vera forsætisráðherraKári fer um víðan völl í greininni og minnist meðal annars á brandara sem hann segir að gárungarnir segi um Sigmund Davíð. „Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnarandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisserKári segir að upphaflega hafi Sigmundur Davíð komið inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi en fljótlega hafi farið að halla undan fæti. Telur hann líklegt að það hafi verið ákveðið áfall fyrir ungan mann eins og Sigmund að verða forsætisráðherra og segir margt benda til þess að Sigmundur Davíð telji sig ekki eiga skilið að gegna því embætti. Kári hefur þó ráð á reiðum höndum fyrir Sigmund Davíð til þess að vinna bug á þeirri tilfinningu. „Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósundsfólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur.“Lesa má opið bréf Kára Stefánssonar til Sigmundar Davíðs í heild með því að smella hér.
Tengdar fréttir Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn 18. mars 2016 07:00 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06
Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn 18. mars 2016 07:00
Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07