Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 22:27 Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm. Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm.
Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30