Íslensk rannsókn um klámnotkun: Helmingur hefur sent nektarmyndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. vísir/getty Rúmlega helmingur stelpna og tæplega helmingur drengja hefur sent einhverjum nektarmynd af sér. Tvöfalt hærra hlutfall stelpna en stráka, tæp sex prósent, lenda í því að myndunum er dreift áfram. Tvöfalt fleiri strákar, tæp 30 prósent, telja að myndir af nöktum brjóstum séu klám. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði, á klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema. Að baki niðurstöðunum liggja 1.867 svör íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18-30 ára. Rétt tæp 99 prósent karla höfðu séð klám og 87,4 prósent kvenna. Karlar voru að meðaltali yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti, 11,9 ára. Konur voru tveimur árum eldri að meðaltali. 32,4 prósent karla horfir á klám nær daglega eða oftar, en aðeins 3,9 prósent kvenna. Tæp fimm prósent karla segjast aldrei horfa á klám af fúsum og frjálsum vilja á móti 34,7 prósentum kvenna. Meira en tveir þriðju drengja segjast horfa á klám nokkrum sinnum í viku eða oftar. Þá horfa karlar oftar á klám í einrúmi heldur en stelpur, en þær eru líklegri til að horfa á það með kærasta, maka eða vinum. Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. Þá eru munnmök einnig vinsæl sem og klám þar sem þrír eða fleiri stunda kynmök. 23 prósent kvenna segjast ekki vilja sjá klám. Um þriðjungur karla vill horfa á klám sem inniheldur endaþarmsmök samanborið við tólf prósent kvenna. Á bilinu fimm til sex prósent vildu horfa á klám þar sem einhver var beittur ofbeldi í kynmökum eða klám sem innihélt sadisma eða masókisma. Hlutfallið var jafnt hjá báðum kynjum. Sambærileg rannsókn var gerð hér á landi fyrir rúmum áratug. Þá kom í ljós að 93 prósent pilta og 59 prósent stúlkna höfðu séð klám á netinu. Fimmti hver piltur horfði á klám nær daglega. Þeir notuðu klámið til sjálfsfróunar meðan stúlkur sáu það oftar óviljugar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Rúmlega helmingur stelpna og tæplega helmingur drengja hefur sent einhverjum nektarmynd af sér. Tvöfalt hærra hlutfall stelpna en stráka, tæp sex prósent, lenda í því að myndunum er dreift áfram. Tvöfalt fleiri strákar, tæp 30 prósent, telja að myndir af nöktum brjóstum séu klám. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði, á klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema. Að baki niðurstöðunum liggja 1.867 svör íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18-30 ára. Rétt tæp 99 prósent karla höfðu séð klám og 87,4 prósent kvenna. Karlar voru að meðaltali yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti, 11,9 ára. Konur voru tveimur árum eldri að meðaltali. 32,4 prósent karla horfir á klám nær daglega eða oftar, en aðeins 3,9 prósent kvenna. Tæp fimm prósent karla segjast aldrei horfa á klám af fúsum og frjálsum vilja á móti 34,7 prósentum kvenna. Meira en tveir þriðju drengja segjast horfa á klám nokkrum sinnum í viku eða oftar. Þá horfa karlar oftar á klám í einrúmi heldur en stelpur, en þær eru líklegri til að horfa á það með kærasta, maka eða vinum. Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. Þá eru munnmök einnig vinsæl sem og klám þar sem þrír eða fleiri stunda kynmök. 23 prósent kvenna segjast ekki vilja sjá klám. Um þriðjungur karla vill horfa á klám sem inniheldur endaþarmsmök samanborið við tólf prósent kvenna. Á bilinu fimm til sex prósent vildu horfa á klám þar sem einhver var beittur ofbeldi í kynmökum eða klám sem innihélt sadisma eða masókisma. Hlutfallið var jafnt hjá báðum kynjum. Sambærileg rannsókn var gerð hér á landi fyrir rúmum áratug. Þá kom í ljós að 93 prósent pilta og 59 prósent stúlkna höfðu séð klám á netinu. Fimmti hver piltur horfði á klám nær daglega. Þeir notuðu klámið til sjálfsfróunar meðan stúlkur sáu það oftar óviljugar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira