Svona lítur langtímaspáin út fyrir gamlárskvöld Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2016 23:28 Margir vonast örugglega eftir góðu flugeldaveðri á gamlárskvöldi. Vísir/Vilhelm Langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no nær nú til gamlárskvölds og því ekki úr vegi að líta á hana. Vert er að hafa í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ágætt að muna að langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar.Spáin fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir 2 - 3 stiga hita á gamlársdag, rigningu eða slyddu. Búast má við sunnan átt, 5 til 7 metrum á sekúndu, en á gamlárskvöldi á að haldast þurrt og er gert ráð fyrir norðan átt og hita við frostmark.Á Ísafirði er búist við vægu frosti á gamlársdag og austanátt. Á gamlárskvöldi er gert ráð fyrir að vindur blási úr norðri en þurru veðri.Á Akureyri er spáð 5 gráðu frosti á gamlársdag og hægri sunnan átt. Á gamlárskvöldi verður ögn kaldara, búast má við einhverjum éljum og hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum er búist við heiðskíru veðri fram á hádegi á gamlársdag og hægri sunnanátt. Frost verður á bilinu 2 til 5 gráður en á gamlárskvöldi má búast við allt að 8 stiga frosti og mögulega einhverjum éljum.Á Selfossi verður tveggja til þriggja stiga hiti yfir gamlársdag og búast má jafnvel við einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir sunnanátt yfir daginn en á gamlárskvöldi verður norðanátt, heiðskírt og frost.Annars eru veðurhorfur á landinu næstu daga svona samkvæmt Veðurstofa Íslands:Á morgun:Vaxandi norðanátt og tekur að snjóa, hvassviðri Austanlands en stormur eða rok suðaustan til. Talsvert hægari vindur og él á vestanverðu landinu. Hlánar við suðaustur- og austurströndina.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðan og norðvestan 13-18 m/s. Snjókoma eða él, einkum N-til á landinu. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti um eða undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðanátt. Úrkomulítið S-lands, annars snjókoma en rigning eða slydda við A-ströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða él, en snjókoma fram eftir degi NA-lands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.Á þriðjudag:Sunnanátt og rigning, talsverð eða mikil úrkoma S- og V-lands. Hlýtt í veðri.Á miðvikudag:Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu. Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no nær nú til gamlárskvölds og því ekki úr vegi að líta á hana. Vert er að hafa í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ágætt að muna að langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar.Spáin fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir 2 - 3 stiga hita á gamlársdag, rigningu eða slyddu. Búast má við sunnan átt, 5 til 7 metrum á sekúndu, en á gamlárskvöldi á að haldast þurrt og er gert ráð fyrir norðan átt og hita við frostmark.Á Ísafirði er búist við vægu frosti á gamlársdag og austanátt. Á gamlárskvöldi er gert ráð fyrir að vindur blási úr norðri en þurru veðri.Á Akureyri er spáð 5 gráðu frosti á gamlársdag og hægri sunnan átt. Á gamlárskvöldi verður ögn kaldara, búast má við einhverjum éljum og hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum er búist við heiðskíru veðri fram á hádegi á gamlársdag og hægri sunnanátt. Frost verður á bilinu 2 til 5 gráður en á gamlárskvöldi má búast við allt að 8 stiga frosti og mögulega einhverjum éljum.Á Selfossi verður tveggja til þriggja stiga hiti yfir gamlársdag og búast má jafnvel við einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir sunnanátt yfir daginn en á gamlárskvöldi verður norðanátt, heiðskírt og frost.Annars eru veðurhorfur á landinu næstu daga svona samkvæmt Veðurstofa Íslands:Á morgun:Vaxandi norðanátt og tekur að snjóa, hvassviðri Austanlands en stormur eða rok suðaustan til. Talsvert hægari vindur og él á vestanverðu landinu. Hlánar við suðaustur- og austurströndina.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðan og norðvestan 13-18 m/s. Snjókoma eða él, einkum N-til á landinu. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti um eða undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðanátt. Úrkomulítið S-lands, annars snjókoma en rigning eða slydda við A-ströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða él, en snjókoma fram eftir degi NA-lands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.Á þriðjudag:Sunnanátt og rigning, talsverð eða mikil úrkoma S- og V-lands. Hlýtt í veðri.Á miðvikudag:Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu.
Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira