Svona lítur langtímaspáin út fyrir gamlárskvöld Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2016 23:28 Margir vonast örugglega eftir góðu flugeldaveðri á gamlárskvöldi. Vísir/Vilhelm Langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no nær nú til gamlárskvölds og því ekki úr vegi að líta á hana. Vert er að hafa í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ágætt að muna að langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar.Spáin fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir 2 - 3 stiga hita á gamlársdag, rigningu eða slyddu. Búast má við sunnan átt, 5 til 7 metrum á sekúndu, en á gamlárskvöldi á að haldast þurrt og er gert ráð fyrir norðan átt og hita við frostmark.Á Ísafirði er búist við vægu frosti á gamlársdag og austanátt. Á gamlárskvöldi er gert ráð fyrir að vindur blási úr norðri en þurru veðri.Á Akureyri er spáð 5 gráðu frosti á gamlársdag og hægri sunnan átt. Á gamlárskvöldi verður ögn kaldara, búast má við einhverjum éljum og hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum er búist við heiðskíru veðri fram á hádegi á gamlársdag og hægri sunnanátt. Frost verður á bilinu 2 til 5 gráður en á gamlárskvöldi má búast við allt að 8 stiga frosti og mögulega einhverjum éljum.Á Selfossi verður tveggja til þriggja stiga hiti yfir gamlársdag og búast má jafnvel við einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir sunnanátt yfir daginn en á gamlárskvöldi verður norðanátt, heiðskírt og frost.Annars eru veðurhorfur á landinu næstu daga svona samkvæmt Veðurstofa Íslands:Á morgun:Vaxandi norðanátt og tekur að snjóa, hvassviðri Austanlands en stormur eða rok suðaustan til. Talsvert hægari vindur og él á vestanverðu landinu. Hlánar við suðaustur- og austurströndina.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðan og norðvestan 13-18 m/s. Snjókoma eða él, einkum N-til á landinu. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti um eða undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðanátt. Úrkomulítið S-lands, annars snjókoma en rigning eða slydda við A-ströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða él, en snjókoma fram eftir degi NA-lands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.Á þriðjudag:Sunnanátt og rigning, talsverð eða mikil úrkoma S- og V-lands. Hlýtt í veðri.Á miðvikudag:Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu. Veður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira
Langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no nær nú til gamlárskvölds og því ekki úr vegi að líta á hana. Vert er að hafa í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ágætt að muna að langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar.Spáin fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir 2 - 3 stiga hita á gamlársdag, rigningu eða slyddu. Búast má við sunnan átt, 5 til 7 metrum á sekúndu, en á gamlárskvöldi á að haldast þurrt og er gert ráð fyrir norðan átt og hita við frostmark.Á Ísafirði er búist við vægu frosti á gamlársdag og austanátt. Á gamlárskvöldi er gert ráð fyrir að vindur blási úr norðri en þurru veðri.Á Akureyri er spáð 5 gráðu frosti á gamlársdag og hægri sunnan átt. Á gamlárskvöldi verður ögn kaldara, búast má við einhverjum éljum og hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum er búist við heiðskíru veðri fram á hádegi á gamlársdag og hægri sunnanátt. Frost verður á bilinu 2 til 5 gráður en á gamlárskvöldi má búast við allt að 8 stiga frosti og mögulega einhverjum éljum.Á Selfossi verður tveggja til þriggja stiga hiti yfir gamlársdag og búast má jafnvel við einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir sunnanátt yfir daginn en á gamlárskvöldi verður norðanátt, heiðskírt og frost.Annars eru veðurhorfur á landinu næstu daga svona samkvæmt Veðurstofa Íslands:Á morgun:Vaxandi norðanátt og tekur að snjóa, hvassviðri Austanlands en stormur eða rok suðaustan til. Talsvert hægari vindur og él á vestanverðu landinu. Hlánar við suðaustur- og austurströndina.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðan og norðvestan 13-18 m/s. Snjókoma eða él, einkum N-til á landinu. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti um eða undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðanátt. Úrkomulítið S-lands, annars snjókoma en rigning eða slydda við A-ströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða él, en snjókoma fram eftir degi NA-lands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.Á þriðjudag:Sunnanátt og rigning, talsverð eða mikil úrkoma S- og V-lands. Hlýtt í veðri.Á miðvikudag:Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu.
Veður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira