Elliði hefur trú á að komist verði að sameiginlegri niðurstöðu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. júlí 2016 12:43 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa trú á því að fundinn verði sameiginlegur flötur með þeim hljómsveitum sem hafa hætt við að koma fram á Þjóðhátíð vegna umdeildrar ákvörðunar lögreglustjórans. Hann útilokar ekki að einhverjar breytingar verði gerðar. Elliði átti samtal með Unnsteini Manúel, söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson, og Páleyju Borgþórsdóttir lögreglustjóra í gær og ætlar að hitta Unnstein aftur, á formlegum fundi, í dag. „Ég vil ekki með eitthvað upp úr tveggja manna tali. Einfaldlega vegna þess að þessi hittingur okkar var ekki hugsaður sem slíkur, allir gera sér grein fyrir því hvers vegna við ákváðum að ræða saman. Það er vegna þess að við deilum áhyggjum af kynferðislegu ofbeldi, við teljum að hægt sé að gera betur og við eins og allir aðrir viljum frekar sameina heldur en sundra og sameinast í baráttunni gegn þessu," segir Elliði í samtali við Vísi. Einir vinsælustu listamenn þjóðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þeir muni ekki koma fram á þjóðhátíð nema að stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Eyjum. það eru hljómsveitirnar Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco ásamt Emmsjé Gauta, Sturlu Atlas, GKR og Dikta. Elliði segir að í sameiningu verði reynt að komast að einhvers konar niðurstöðu. „Við ætlum að halda áfram að leita að sameiginlegum flötum. Það er ömurlegur samfélagslegur vandi sem fólginn er í kynferðislegu ofbeldi. Ef Unnsteinn eða aðrir geta hjálpað okkur við að nálgast þetta mál, þá hlustum við að sjálfsögðu með virðingu á það. Ef við getum gert einhverjar breytingar þá skoðum við það af fullum huga. En enn og aftur, Vestmannaeyjar hefur ekkert boðvald í þessu máli. En kannski getum við orðið til þess að miðla málum," segir hann. Tengdar fréttir Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa trú á því að fundinn verði sameiginlegur flötur með þeim hljómsveitum sem hafa hætt við að koma fram á Þjóðhátíð vegna umdeildrar ákvörðunar lögreglustjórans. Hann útilokar ekki að einhverjar breytingar verði gerðar. Elliði átti samtal með Unnsteini Manúel, söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson, og Páleyju Borgþórsdóttir lögreglustjóra í gær og ætlar að hitta Unnstein aftur, á formlegum fundi, í dag. „Ég vil ekki með eitthvað upp úr tveggja manna tali. Einfaldlega vegna þess að þessi hittingur okkar var ekki hugsaður sem slíkur, allir gera sér grein fyrir því hvers vegna við ákváðum að ræða saman. Það er vegna þess að við deilum áhyggjum af kynferðislegu ofbeldi, við teljum að hægt sé að gera betur og við eins og allir aðrir viljum frekar sameina heldur en sundra og sameinast í baráttunni gegn þessu," segir Elliði í samtali við Vísi. Einir vinsælustu listamenn þjóðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þeir muni ekki koma fram á þjóðhátíð nema að stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Eyjum. það eru hljómsveitirnar Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco ásamt Emmsjé Gauta, Sturlu Atlas, GKR og Dikta. Elliði segir að í sameiningu verði reynt að komast að einhvers konar niðurstöðu. „Við ætlum að halda áfram að leita að sameiginlegum flötum. Það er ömurlegur samfélagslegur vandi sem fólginn er í kynferðislegu ofbeldi. Ef Unnsteinn eða aðrir geta hjálpað okkur við að nálgast þetta mál, þá hlustum við að sjálfsögðu með virðingu á það. Ef við getum gert einhverjar breytingar þá skoðum við það af fullum huga. En enn og aftur, Vestmannaeyjar hefur ekkert boðvald í þessu máli. En kannski getum við orðið til þess að miðla málum," segir hann.
Tengdar fréttir Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48