Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 Eldvarnaæfing hjá slökkviliðinu – erfitt reynist að finna tíma fyrir æfingar og endurmenntun liðsins. vísir/vilhelm Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira