Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 Eldvarnaæfing hjá slökkviliðinu – erfitt reynist að finna tíma fyrir æfingar og endurmenntun liðsins. vísir/vilhelm Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira