Koller: Frábært að Heimir sé tannlæknir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:22 Vísir/Getty Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11