Koller: Frábært að Heimir sé tannlæknir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:22 Vísir/Getty Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11