Vigdís gefur ekkert fyrir ákúrur Jóhönnu Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2016 15:08 Vigdís og Jóhanna verða seint á eitt sáttar. „Halló Jóhanna - Samfylkingin var í ríkisstjórn í 6 ár - frá 2007 - 2013 Samfylking tók við búi sjáfrar sín eftir kosningarnar 2013 - sífellt er verið að endurskrifa söguna - almenningur man betur,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar á Facebooksíðu sína og vísar í yfirlýsingar sem Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði áður látið falla á Facebooksíðu sinni. Jóhanna er óhress með alhæfingar Vigdísar þess efnis að ríkisstjórn hafi „holað heilbrigðiskerfið að innan,“ en þau ummæli lét Vigdís meðal annars falla á hinu háa Alþingi í gær. „Ómerkilegt hjá formanni fjárlaganefndar að segja að fyrrverandi ríkisstjórn hafi holað heilbrigiskerfið að innan.- ríkisstjórn sem tók við gjaldþrota búi Framsóknar- og Sjálfstæðsiflokks með á þriðja hundrað milljarða í halla. Góðærið sem sú ríkisstjórn lagði grunn að geta þeir ekki einu sinni nýtt til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Hafi þeir skömm fyrir,“ skrifar Jóhanna á Facebooksíðu sína.Jóhönnu blöskraði málflutningur Vigdísar og lét þá skoðun sína í ljós á Facebooksíðu sinni.Mjög er nú tekist á um heilbrigðiskerfið, einkum í tengslum við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Og hafa þeir eldað grátt silfur þeir Kári og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þar um. Í gær kom á daginn að Ísland státar af 8. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Það var Vigdísi tilefni til ummæla á Facebook, þar sem hún beinir spjótum sínum að Kára: „- jæja - hvað segja "allir Kárar" landsins nú? Við erum með heilbrigðiskerfi í heimsklassa - og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála hefur verið í algjörum forgangi.“ Nokkrar umræður eru um málið á Facebook-síðu Vigdísar og meðal annarra stingur niður penna Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heitins, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og bendir á að það sé áhyggjuefni að Ísland hafi fallið úr því 3. samkvæmt sambærilegri könnun ársins 2013. Tengdar fréttir Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
„Halló Jóhanna - Samfylkingin var í ríkisstjórn í 6 ár - frá 2007 - 2013 Samfylking tók við búi sjáfrar sín eftir kosningarnar 2013 - sífellt er verið að endurskrifa söguna - almenningur man betur,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar á Facebooksíðu sína og vísar í yfirlýsingar sem Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði áður látið falla á Facebooksíðu sinni. Jóhanna er óhress með alhæfingar Vigdísar þess efnis að ríkisstjórn hafi „holað heilbrigðiskerfið að innan,“ en þau ummæli lét Vigdís meðal annars falla á hinu háa Alþingi í gær. „Ómerkilegt hjá formanni fjárlaganefndar að segja að fyrrverandi ríkisstjórn hafi holað heilbrigiskerfið að innan.- ríkisstjórn sem tók við gjaldþrota búi Framsóknar- og Sjálfstæðsiflokks með á þriðja hundrað milljarða í halla. Góðærið sem sú ríkisstjórn lagði grunn að geta þeir ekki einu sinni nýtt til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Hafi þeir skömm fyrir,“ skrifar Jóhanna á Facebooksíðu sína.Jóhönnu blöskraði málflutningur Vigdísar og lét þá skoðun sína í ljós á Facebooksíðu sinni.Mjög er nú tekist á um heilbrigðiskerfið, einkum í tengslum við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Og hafa þeir eldað grátt silfur þeir Kári og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þar um. Í gær kom á daginn að Ísland státar af 8. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Það var Vigdísi tilefni til ummæla á Facebook, þar sem hún beinir spjótum sínum að Kára: „- jæja - hvað segja "allir Kárar" landsins nú? Við erum með heilbrigðiskerfi í heimsklassa - og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála hefur verið í algjörum forgangi.“ Nokkrar umræður eru um málið á Facebook-síðu Vigdísar og meðal annarra stingur niður penna Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heitins, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og bendir á að það sé áhyggjuefni að Ísland hafi fallið úr því 3. samkvæmt sambærilegri könnun ársins 2013.
Tengdar fréttir Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06
Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07