Fylgi Guðna haggast ekki Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 7. júní 2016 04:00 Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira