Fylgi Guðna haggast ekki Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 7. júní 2016 04:00 Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira