Innanríkisráðherra kallar tvo karla í nefnd um skipta búsetu barna Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Kynjahlutföll voru jöfnuð í nefnd innanríkisráðherra í gær. vísir/Ernir Fulltrúum í verkefnisstjórn innanríkisráðuneytisins sem undirbúa á heimild fyrir skiptri búsetu barna var fjölgað í gær. Bætt hefur verið við tveimur körlum en fyrir var nefndin skipuð fjórum fulltrúum þriggja ráðuneyta; þremur konum og einum karli. Fréttablaðið greindi frá því fyrr sama dag að Jafnréttisstofa teldi fulla ástæðu til að kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á upphaflegri skipan nefndarinnar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, t.d. sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ sagði Kristín. Þessu sjónarmiði jafnréttisstýru deila stjórnvöld greinilega, en eins og þekkt er varðar málið ekki síst rétt umgengnisforeldra sem eru 90 prósent karlar. Kristín sagði það vonbrigði að sjá skipan eins og þessa, að þrjár konur og einn karl séu fengin til starfans, sem virðist ónauðsynlegt. „Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en þar er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ sagði Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Fulltrúum í verkefnisstjórn innanríkisráðuneytisins sem undirbúa á heimild fyrir skiptri búsetu barna var fjölgað í gær. Bætt hefur verið við tveimur körlum en fyrir var nefndin skipuð fjórum fulltrúum þriggja ráðuneyta; þremur konum og einum karli. Fréttablaðið greindi frá því fyrr sama dag að Jafnréttisstofa teldi fulla ástæðu til að kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á upphaflegri skipan nefndarinnar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, t.d. sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ sagði Kristín. Þessu sjónarmiði jafnréttisstýru deila stjórnvöld greinilega, en eins og þekkt er varðar málið ekki síst rétt umgengnisforeldra sem eru 90 prósent karlar. Kristín sagði það vonbrigði að sjá skipan eins og þessa, að þrjár konur og einn karl séu fengin til starfans, sem virðist ónauðsynlegt. „Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en þar er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ sagði Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira