Erlendur ferðamaður liggur mjög þungt haldinn á Landspítalanum við Hringbraut eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru fyrr í dag. Um er að ræða konu á þrítugsaldri.
Lögreglan á Selfossi var kölluð til í hádeginu í dag vegna slyssins og konan sótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þá fóru sjúkraflutningamenn frá Selfossi og Reykjavík á staðinn.
Samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Þingvallaþjóðgarðs verður Silfra lokuð fram yfir hádegi á morgun.
Mjög þungt haldin á spítala eftir köfunarslys í Silfru

Tengdar fréttir

Ferðamaður fluttur með þyrlu á slysadeild eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru
Lögreglan á Selfossi var kölluð út um klukkan hálfeitt í dag vegna slyssins.

Sextán sjúkraflutningar á tólf tímum á Suðurlandi
Miklar annir hafa verið hjá sjúkraflutningum á Suðurlandi í dag og hefur þurft að kalla eftir aukaaðstoð í fjórða skiptið í janúar.