Innlent

Sextán sjúkraflutningar á tólf tímum á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Köfunarslys í Silfru var meðal þess sem kom inn á borð sjúkraflutninga við HS í dag.
Köfunarslys í Silfru var meðal þess sem kom inn á borð sjúkraflutninga við HS í dag. Vísir/Magnús Hlynur
Álagið hefur verið það mikið hjá sjúkraflutningum við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í dag að neyðst hefur til að kalla út aukamannskap og fá aðstoð hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Styrmir Sigurðsson, bráðatæknir og yfirmaður sjúkraflutninga, við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús Hlynur
Þetta segir Styrmir Sigurðsson, bráðatæknir og yfirmaður sjúkraflutninga við stofnunina, í samtali við fréttastofu.

„Klukkan fjögur í dag var búið að fara í sextán verkefni síðan hálf fimm í morgun. Þar af eru tíu í forgangi 1 eða 2 sem eru alvarleg bráðatilvik. Tvær endurlífganir og þar af er köfunarslys í Silfru þar sem manneskja var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur,“ segir Styrmir.

Hann segir að þetta sé í fjórða skiptið í janúar sem álagið er það mikið að kalla þurfi út aukamannskap.

„Þetta er í raun bara framhald af mikilli aukningu í útköllum í umdæminu,“ bætir Styrmir við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×