Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 13:29 Stefanía Óskarsdóttir og Eva Heiða Önnudóttir Vísir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“ Kosningar 2016 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“
Kosningar 2016 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent