Formannsefni Samfylkingarinnar takast á í beinni á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 13:35 Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar eru á meðal þeirra sem bjóða fram krafta sína til formanns. Vísir Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira