Rúrik Gíslason spilaði síðustu mínúturnar í 1-1 jafntefli Nurnberg gegn Eintracht Frankfurt í umspili um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni.
Þetta var fyrri leikur liðanna og leikið var í Frankfurt, en gestirnir komust yfir á 43. mínútu þegar Marco Russ gerði sjálfsmark.
Heimamenn náðu svo að jafna á 65. mínútu með marki Mijat Gacinovic og lokatölur urðu 1-1 jafntefli.
Rúrik kom inná sem varamaður á 89. mínútu, en síðari leikur liðanna fer fram á mánudaginn í Nurnberg.
Sigurliðið spilar í efstu deildinni í Þýskalandi á næstu leiktíð.
Jafntefli hjá Rúrik í fyrri umspilsleiknum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
