Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 13:00 Aron Einar Gunnarsson í viðtali á liðshóteli strákanna. vísir/vilhelm liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00