Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 18:45 Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45