Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2016 23:15 Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25