Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2016 23:15 Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25