Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2016 23:15 Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25