Rousseff segir ákæruna tilraun til valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2016 13:45 Dilma Rousseff í þingsal öldungadeildar brasilíska þingsins fyrr í dag. Vísir/AFP Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira