Samið um vopnahlé í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín forseti ásamt Sergei Sjoígú varnarmálaráðherra á fundi í Moskvu þar sem þeir ræddu og kynntu fyrir blaðamönnum vopnahléið, sem hefjast átti í Sýrlandi í gærkvöld. Nordicphotos/AFP Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira