BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 12:00 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira