Innlent

Leita að eiganda umslags sem er fullt af peningum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Talsvert magn af reiðufé er í umslaginu en lögreglan á Suðurnesjum leita að eigandanum.
Talsvert magn af reiðufé er í umslaginu en lögreglan á Suðurnesjum leita að eigandanum. vísir/valli
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitar nú að eiganda umslags sem fannst í umdæmi lögreglunnar í morgun en í umslaginu er talsvert magn af reiðufé að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu lögreglustjórans.

Í umslaginu, auk peninganna, er kvittun og fleira, en þó ekki nóg til að lögreglan geti haft upp á eigandanum.

„Nú vantar okkur að finna eigandann af þessu og vonumst við til að þetta komist til skila fyrir jólin og leitum við því eftir aðstoð ykkar. Að sjálfsögðu þarf eigandi að segja okkur hversu mikil upphæð er í umslaginu,“ segir í færslu lögreglunnar en hana má sjá í heild sinni hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.