Hreiðar Már stefnir ríkinu: Segir sérstakan hafa nýtt sér tengsl við dómara og skjöl verið fölsuð Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 05:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Þetta kemur fram í grein Hreiðars Más sem nefnist Að velja sér sinn dómara og birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hreiðar Már á að Embætti sérstaks saksóknara hefði fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Þá var Benedikt Bogason dómari við Héraðsdóm Vesturlands, en hann er í dag Hæstaréttardómari.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAHreiðar furðar sig á þessari ákvörðun Embættis sérstaks saksóknara að leita til Héraðsdóms Vesturlands því embættið var með aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og höfðu lögheimili erlendis. „Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í Lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði,“ segir Hreiðar Már í greininni.Benedikt Bogason.Hreiðar segir að undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur honum hafi komið fram í vitnisburði fyrrverandi lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason hafi skáldað upp þinghald og falsað skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. „Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. „Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.“ Tengdar fréttir Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Þetta kemur fram í grein Hreiðars Más sem nefnist Að velja sér sinn dómara og birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hreiðar Már á að Embætti sérstaks saksóknara hefði fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Þá var Benedikt Bogason dómari við Héraðsdóm Vesturlands, en hann er í dag Hæstaréttardómari.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAHreiðar furðar sig á þessari ákvörðun Embættis sérstaks saksóknara að leita til Héraðsdóms Vesturlands því embættið var með aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og höfðu lögheimili erlendis. „Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í Lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði,“ segir Hreiðar Már í greininni.Benedikt Bogason.Hreiðar segir að undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur honum hafi komið fram í vitnisburði fyrrverandi lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason hafi skáldað upp þinghald og falsað skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. „Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. „Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.“
Tengdar fréttir Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00