Ísland átti tölu mótsins meðal allra milljarðanna sem horfðu á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 15:30 Áfram Ísland. Vísir/Samsett frá Getty Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn