Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 20:03 Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. Þá er afmælinu líka fagnað með veislu á Akureyri en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður flokksins, mætti þangað ásamt konu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, en ekki á hátíðina í Þjóðleikhúsinu. Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um Framsóknarflokkinn á 100. afmælisárinu. Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl í kjölfar Panama-lekans og í september síðastliðnum tókust hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi varaformaður flokksins, um formannsembættið í flokknum. Sigurður Ingi hafði tekið við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í apríl og hann hafði betur í formannskjörinu en síðan hefur staðan í flokknum verið viðkvæm. Vilja ýmsir meina að hann sé í raun klofinn en í viðtali við Stöð 2 í kvöld vildi Sigurður Ingi þó ekki meina það. Sigmundur Davíð var spurður út í stöðuna í flokknum í viðtali við Sunnu Valgerðardóttur í kvöldfréttum RÚV og hvort að hann tæki einhverja á því að nú væri verið að fagna aldarafmælinu í skugga mikilla flokksátaka. „Ekki eins mikla og Ríkisútvarpið,“ svaraði Sigmundur Davíð þá en bætti við að það væri alveg rétt að tilfinningarnar væru blendnar við aðstæður sem þessar. Því væri ekki að neita að það hefði gengið á ýmsu en aðspurður hvaða skref hann sjálfur ætlaði til að laga klofninginn í flokknum kvaðst hann ætla að leita samráðs við Ríkisútvarpið um það. Sunna spurði Sigmund þá hvort hann ætlaði eitthvað að vinna innan flokksins en ekki bara með RÚV. „Ja, Ríkisútvarpið kemur nú það mikið að málum inni í flokknum að það er eðlilegt að við vinnum þetta í sameiningu,“ svaraði Sigmundur þá. Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um afmælið og viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins. Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Framsóknarflokkurinn í 100 ár Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. Þá er afmælinu líka fagnað með veislu á Akureyri en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður flokksins, mætti þangað ásamt konu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, en ekki á hátíðina í Þjóðleikhúsinu. Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um Framsóknarflokkinn á 100. afmælisárinu. Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl í kjölfar Panama-lekans og í september síðastliðnum tókust hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi varaformaður flokksins, um formannsembættið í flokknum. Sigurður Ingi hafði tekið við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í apríl og hann hafði betur í formannskjörinu en síðan hefur staðan í flokknum verið viðkvæm. Vilja ýmsir meina að hann sé í raun klofinn en í viðtali við Stöð 2 í kvöld vildi Sigurður Ingi þó ekki meina það. Sigmundur Davíð var spurður út í stöðuna í flokknum í viðtali við Sunnu Valgerðardóttur í kvöldfréttum RÚV og hvort að hann tæki einhverja á því að nú væri verið að fagna aldarafmælinu í skugga mikilla flokksátaka. „Ekki eins mikla og Ríkisútvarpið,“ svaraði Sigmundur Davíð þá en bætti við að það væri alveg rétt að tilfinningarnar væru blendnar við aðstæður sem þessar. Því væri ekki að neita að það hefði gengið á ýmsu en aðspurður hvaða skref hann sjálfur ætlaði til að laga klofninginn í flokknum kvaðst hann ætla að leita samráðs við Ríkisútvarpið um það. Sunna spurði Sigmund þá hvort hann ætlaði eitthvað að vinna innan flokksins en ekki bara með RÚV. „Ja, Ríkisútvarpið kemur nú það mikið að málum inni í flokknum að það er eðlilegt að við vinnum þetta í sameiningu,“ svaraði Sigmundur þá. Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um afmælið og viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins.
Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Framsóknarflokkurinn í 100 ár Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Framsóknarflokkurinn í 100 ár Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. 16. desember 2016 07:00