Innlent

Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birgitta og Guðni heilsast á fundi á Staðastað í Sóleyjargötu í dag.
Birgitta og Guðni heilsast á fundi á Staðastað í Sóleyjargötu í dag. vísir/ernir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag.

Að fundinum loknum mun forsetinn ræða við fjölmiðla.

Ekki liggur fyrir hvað forsetinn hyggst ræða við Birgittu en leiða má líkur að því að Guðni láti hana fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar.

Forsetinn fundaði með formönnum allra flokka á skrifstofu forseta, Staðastað, við Sóleyjargötu í dag.

Birgitta kom meðal annars til fundar við Guðna ásamt samflokksmönnum sínum, þeim Smára McCarthy og Einari Brynjólfssyni, en eftir fundinn sagði Birgitta meðal annars að það væri að hennar mati algjörlega ótímabært að mynda þjóðstjórn.

Vísir fylgdist grannt með gangi mál á Staðastað í dag og má sjá umfjöllun um allt það helsta hér að neðan. Þá verðum við í beinni sjónvarpsútsendingu hér á vefnum frá Bessastöðum klukkan 16 í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.