Innlent

Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn

Anton Egilsson skrifar
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. Hann segir að stjórnarkreppa sé bara leikur að orðum.

„Ég held að þetta sé alveg eðlilegur tími. Í sögulegu samhengi er þetta eðlilegur tími.“ Sagði Baldur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Hann telur þá að ekki sé tímabært að tala um þjóðsstjórn eða utanþingsstjórn. Fyrst verði til að mynda að leyfa öllum stjórnmálaleiðtogum að spreyta sig.

„Það getur ýmislegt gert þegar menn fá umboðið. Menn kannski vilja frekar þá miðla málum og slá af sínum ítrustu kröfum. Margt getur gerst ennþá og það er mjög eðlilegt að taki nokkrar vikur að mynda ríkisstjórn við svona erfiðar aðstæður.“  

Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Búist er við því að stjórnarmyndunarviðræður Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar hefjist á morgun. Píratar hafa þegar lýst því yfir að þeir vilji ekki mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.