Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira