Innlent

Vestfirðingar ósáttir: Gallað eða siðlaust fjármálafrumvarp

Sveinn Arnarsson skrifar
Pétur Georg Markan,
formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
Pétur Georg Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
Hugmyndir fjármálaráðherra um fjárútlát til samgöngumála eru blaut tuska framan í Vestfirðinga. Samkvæmt frumvarpinu er einsýnt að gerð Dýrafjarðarganga frestist en göngin hafa verið boðin út og eru sjö verktakar að vinna að því að útboði.

Gert er ráð fyrir 100 milljóna lækkun til samgöngumála þrátt fyrir að Samgönguáætlun geri ráð fyrir rúmlega 13 milljarða króna innspýtingu í málaflokkinn.

Pétur Georg Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir frumvarpið annaðhvort gallað, og þá þurfi að laga það, eða siðlaust. „Við fyrstu sýn finnst mér frumvarpið hálfpartinn sorglegt.“

Að mati Péturs þarf þingið nú að taka á honum stóra sínum. „Þingið hefur núna þrjár vikur til að leiðrétta frumvarpið og bjarga þannig sambandi sínu við Vestfirði,“ segir Pétur Georg.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×