Lífið

Billboard: Kaleo besta nýja rokksveitin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Strákarnir í Kaleo árita plötur í Los Angeles fyrr á árinu.
Strákarnir í Kaleo árita plötur í Los Angeles fyrr á árinu. Vísir/Getty
Mosfellska rokksveitin Kaleo er besta nýja rokkhljómsveit ársins samkvæmt árslista Billboard. Liðið átti þriðja vinsælasta lag ársins á listanum „Alternative songs“ hjá Billboard.

Var það lagið Way Down We go en í grein Billboard segir að enginn nýliði hafi staðið sig jafn vel frá því að Gotye kom laginu Somebady That I Used To Know efst á sama lista árið 2012.

Árslistar Billboard byggja á frammistöðum hljómsveita og laga á listum Billboard frá 5. desember á síðasta ári til 26. nóvember á þessu ári.

Kaleo hefur slegið í gegn víða um heim á undanförnum árum og meðal annars komið fram í öllum helstu spjallþáttum Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.