Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum Una Sighvatsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Tuttugu fulltrúar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra auk Viðreisnar hófu formlegar stjórnmyndunarumræður á nefndarsviði Alþingis á hádegi í dag, undir verkstjórn Vinstri grænna sem fara með umboðið. Þeirra bíður ærið verkefni við að stilla saman strengi um nýja ríkisstjórn, en tíminn er naumur. Til að ganga úr skugga um að forsendur séu til samstarfs voru skipaðir fjórir málefnahópar með einum fulltrúa frá hverjum hópi sem funduðu hver í sínu lagi í dag. Málefnasviðin eru breið, því einn hópur fjallar um atvinnu- og umhverfismál, annar um velferðar- og menntamál, sá þriðji um stjórnarskrá og alþjóðamál og fjórði hópurinn er með efnahags- og ríkisfjármál á sinni könnu.Steingrímur J. Sigfússon er fulltrúi VG í einum af fjórum málefnahópum stjórnarmyndunarviðræðnanna, þar sem farið er yfir efnahags- og ríkisfjármálVísir.is/AntonVeigamikið að ná samhljómi um efnahagsmál Fundarstjóri þess hóps er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, en hann segir alla í hópnum koma jafna að borðinu. „Við erum búin að undirbúa þetta eins vel og við getum og ætlum að hjóla af stað, en við ætlum ekki að rasa um ráð fram. Við gefum okkur þann tíma sem við þurfum til að fara rækilega í gegnum þessi mikilvægu mál. Við erum náttúrulega með ríkisfjármál, efnahagsmál. Það er mjög veikamikill hluti af þessu að sjá hvernig flokkunum gengur á því sviði."Fjárlagafrumvarp 2017 svo gott sem tilbúið Og ríkisfjármálin verða væntanlega fyrsta stóra verkefnið á nýju kjörtímabili því samkvæmt þingsköpum ber að leggja fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi að hausti og þarf það að gerast hið fyrsta svo unnt sé að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Í fjármálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unið að því að útbúa frumvarp fjárlaga ársins 2017 með þeim hætti að ný ríkisstjórn geti tekið við því og sett sitt mark á það áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Enn er hinsvegar óvíst hvort Alþingi kemur saman áður en ný ríkissstjórn tekur við, en svo gæti farið ef það dregst á langinn að ný ríkisstjórn verði mynduð. Nú í lok dags í dag var Katrín Jakobsdóttir hinsvegar enn bjartsýn á að viðræðurnar tækjust.Fótar sig í nýjum aðstæðum „Það er verið að reyna að forgangsraða hver eru mikilvægustu verkefnin á hverju sviði, hvar við erum í samhljómi ef svo má að orði komast, hvar eru ágreiningsmál sem þarf að leysa úr og við formenn ætlum að funda í fyrramálið og fara yfir afrakstur dagsins í dag. Síðan heldur þessi vinna áfram." Þetta eru auðvitað óvenjulegar stjórnarmyndunarviðræður, með fimm flokkum, og þið veljið að fara þessa leið með málefnahópana. Heldurðu að hún muni gefast vel? „Nú er ég að gera þetta í fyrsta sinn þannig að ég get ekki sagt til um það né heldur veit ég hver árangurinn verður. Auðvitað erum við að fóta okkur í þessu ferli, en markmiðið er að minnsta kosti að gera þetta sé eins vel gert og við getum," segir Katrín.Helgi Hrafn Gunnarsson er lykilmaður hjá Pírötum þótt hann sitji ekki á þingi. Ekki er útséð um að hann taki ráðherrastól verði Píratar í ríkisstjórn.Píratar geta samþykkt að þingmenn annarra flokka verði ráðherrar Þegar fimm flokkar koma saman um að mynda ríkisstjórn er sýnt að ekki geta allir fengið sínu fram að öllu leyti. Eitt af þeim málum sem ljóst er að gera þarf málamiðlun um er sú stefna Pírata, sem samþykkt var með ályktun í febrúar á þessu ári, að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn. Í grasrót flokksins er nú deilt um það hvort þessi krafa sé ófrávíkjanleg, eða ekki. Helgi Hrafn Gunnarsson, sem er einn lykilmanna í flokki Pírata þótt hann sitji ekki á þingi, sagðist í samtali við fréttastofu telja að Píratar muni geta gefið afslátt af þessari kröfu gagnvart öðrum flokkum, og verður tillaga þess efnis formlega lögð fyrir grasrótina síðar í þessari viku. Helgi Hrafn segist þó sjálfur telja það sjálfsagða kröfu að ráðherrar séu ekki einnig þingmenn. Sjálfur bauð hann sig ekki fram til þings í kosningunum en er virkur í starfi flokksins bak við tjöldin. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þó ekki vita það frekar en aðrir hvort hann fái sjálfur ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Kosningar 2016 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tuttugu fulltrúar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra auk Viðreisnar hófu formlegar stjórnmyndunarumræður á nefndarsviði Alþingis á hádegi í dag, undir verkstjórn Vinstri grænna sem fara með umboðið. Þeirra bíður ærið verkefni við að stilla saman strengi um nýja ríkisstjórn, en tíminn er naumur. Til að ganga úr skugga um að forsendur séu til samstarfs voru skipaðir fjórir málefnahópar með einum fulltrúa frá hverjum hópi sem funduðu hver í sínu lagi í dag. Málefnasviðin eru breið, því einn hópur fjallar um atvinnu- og umhverfismál, annar um velferðar- og menntamál, sá þriðji um stjórnarskrá og alþjóðamál og fjórði hópurinn er með efnahags- og ríkisfjármál á sinni könnu.Steingrímur J. Sigfússon er fulltrúi VG í einum af fjórum málefnahópum stjórnarmyndunarviðræðnanna, þar sem farið er yfir efnahags- og ríkisfjármálVísir.is/AntonVeigamikið að ná samhljómi um efnahagsmál Fundarstjóri þess hóps er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, en hann segir alla í hópnum koma jafna að borðinu. „Við erum búin að undirbúa þetta eins vel og við getum og ætlum að hjóla af stað, en við ætlum ekki að rasa um ráð fram. Við gefum okkur þann tíma sem við þurfum til að fara rækilega í gegnum þessi mikilvægu mál. Við erum náttúrulega með ríkisfjármál, efnahagsmál. Það er mjög veikamikill hluti af þessu að sjá hvernig flokkunum gengur á því sviði."Fjárlagafrumvarp 2017 svo gott sem tilbúið Og ríkisfjármálin verða væntanlega fyrsta stóra verkefnið á nýju kjörtímabili því samkvæmt þingsköpum ber að leggja fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi að hausti og þarf það að gerast hið fyrsta svo unnt sé að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Í fjármálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unið að því að útbúa frumvarp fjárlaga ársins 2017 með þeim hætti að ný ríkisstjórn geti tekið við því og sett sitt mark á það áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Enn er hinsvegar óvíst hvort Alþingi kemur saman áður en ný ríkissstjórn tekur við, en svo gæti farið ef það dregst á langinn að ný ríkisstjórn verði mynduð. Nú í lok dags í dag var Katrín Jakobsdóttir hinsvegar enn bjartsýn á að viðræðurnar tækjust.Fótar sig í nýjum aðstæðum „Það er verið að reyna að forgangsraða hver eru mikilvægustu verkefnin á hverju sviði, hvar við erum í samhljómi ef svo má að orði komast, hvar eru ágreiningsmál sem þarf að leysa úr og við formenn ætlum að funda í fyrramálið og fara yfir afrakstur dagsins í dag. Síðan heldur þessi vinna áfram." Þetta eru auðvitað óvenjulegar stjórnarmyndunarviðræður, með fimm flokkum, og þið veljið að fara þessa leið með málefnahópana. Heldurðu að hún muni gefast vel? „Nú er ég að gera þetta í fyrsta sinn þannig að ég get ekki sagt til um það né heldur veit ég hver árangurinn verður. Auðvitað erum við að fóta okkur í þessu ferli, en markmiðið er að minnsta kosti að gera þetta sé eins vel gert og við getum," segir Katrín.Helgi Hrafn Gunnarsson er lykilmaður hjá Pírötum þótt hann sitji ekki á þingi. Ekki er útséð um að hann taki ráðherrastól verði Píratar í ríkisstjórn.Píratar geta samþykkt að þingmenn annarra flokka verði ráðherrar Þegar fimm flokkar koma saman um að mynda ríkisstjórn er sýnt að ekki geta allir fengið sínu fram að öllu leyti. Eitt af þeim málum sem ljóst er að gera þarf málamiðlun um er sú stefna Pírata, sem samþykkt var með ályktun í febrúar á þessu ári, að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn. Í grasrót flokksins er nú deilt um það hvort þessi krafa sé ófrávíkjanleg, eða ekki. Helgi Hrafn Gunnarsson, sem er einn lykilmanna í flokki Pírata þótt hann sitji ekki á þingi, sagðist í samtali við fréttastofu telja að Píratar muni geta gefið afslátt af þessari kröfu gagnvart öðrum flokkum, og verður tillaga þess efnis formlega lögð fyrir grasrótina síðar í þessari viku. Helgi Hrafn segist þó sjálfur telja það sjálfsagða kröfu að ráðherrar séu ekki einnig þingmenn. Sjálfur bauð hann sig ekki fram til þings í kosningunum en er virkur í starfi flokksins bak við tjöldin. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þó ekki vita það frekar en aðrir hvort hann fái sjálfur ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira