Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. „Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess. Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess.
Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent