Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. „Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess. Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
„Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess.
Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41