Katrín upplýsti forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:12 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra. Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra.
Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01