Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 21:04 Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur nokkra leiki í stöðunni þegar hún ræðir við forseta Íslands á morgun. Hún gæti beðið um svigrúm til að ræða óformlega um möguleika á myndun annars konar ríkisstjórnar eftir að viðræður Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sigldu í strand í dag. Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor en hann segir Katrínu geta lagt það til að hún ræði við Sjálfstæðisflokkinn og einhvern þriðja flokk eða þá að hún kanni möguleikann á að skipta Framsókn út fyrir Viðreisn til að reyna að mynda fjölflokkastjórn. Katrín sagði við fjölmiðla fyrr í dag að lengst hefði verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar í þessum viðræðum er varðar skattamál og sjávarútveg.Katrín gæti skipt Framsókn inn í fjölflokkastjórnina fyrir Viðreisn, en það gæti strandað á Pírötum að mati stjórnmálafræðings.Vísir/ErnirInnáskipting Framsóknar gæti strandað á Pírötum „Það myndi þá helst stranda á Pírötum, því ef ég man rétt hafa þeir útilokað samvinnu við Framsóknarflokkinn,“ segir Baldur.Sjá einnig: Hafa rætt við þá flokka sem þau vilja vinna með Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín fái einhverja daga frá forsetanum til að kanna þessa möguleika áður en hann snýr sér annað. „En það fer eftir því hvort Katrín telji þessa möguleika raunsæja.“Eðlilegt að allir fá að spreyta sig Spurður hvort það sé komið að því að reyna að mynda minnihlutastjórn svarar Baldur að það sé ekki tímabært. „Það væri ekkert óeðlilegt að formenn allra flokka á þingi fengju tækifæri til að spreyta sig áður en menn færu að spreyta sig á því að mynda minnihlutastjórn. Það liggur ekki fyrir hvort einhverjir séu tilbúnir að styðja minnihlutastjórn, maður sér það ekki í augnablikinu.“Forseti Íslands gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna.Vísir/EyþórGuðni gæti talað frjálslega á bak við luktar dyr Sú spurning vaknar hvort Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fari að hafa meiri áhrif á þessa stjórnarmyndunarviðræður. Guðni lýsti því sjálfur í samtali við Vísi í apríl síðastliðnum að fordæmi væru fyrir slíku og rifjaði upp við það tilefni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, skipaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, fyrir að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hlutleysi árið 2009. Spurður hvort að Guðni gæti tekið upp á því að segja formönnum flokkanna fyrir verkum segir Baldur erfitt að meta það. „Hann getur alveg talað frjálslega við menn bak við luktar dyr, hvort sem hann kýs að gera það veit ég ekki. Það er ekkert óeðlilegt þegar allir vita það að það er erfitt að mynda ríkisstjórn að allir fái að spreyta sig,“ segir Baldur.Fremur lausbeisluð Honum hefur þó fundist þessar stjórnarmyndunarþreifingar og formlegu viðræður hafa gengið fremur hægt. „Ég hef fullan skilning á því að hlutirnir ganga kannski ekki hratt fyrir sig en í kvöld var upplýst að í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki farið að ræða ríkisfjármálin. Í þessum stjórnarmyndunarviðræðum var ekki farið að ræða landbúnaðarmálin og ekki búið að kafa djúpt ofan í hlutina þannig að menn væru farnir að leysa skattamálin eða fjármál ríkisins. Þannig að menn hafa verið fremur rólegir hingað til,“ segir Baldur og þar gæti forsetinn mögulega stigið inn í atburðarásina. „Það kæmi ekki á óvart ef forsetinn færi að reka aðeins á eftir mönnum. Þau hafa verið fremur lausbeisluð í þessu.“Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Vísir/Kristinn IngvarssonHikandi Benedikt og Birgitta Þegar rætt var við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformann Pírata, í kvöld um viðræðuslitin þá var ekki að heyra á þeim að þau myndu stökkva beint á stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands ef hann myndi bjóða þeim það.Sjá einnig: Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Benedikt sagði stöðuna vera snúna, nú væri mikilvægast að finna manneskju sem getur gert mest gagn í því að ná flokkunum saman. Birgitta sagði að Píratar hefðu greint forseta frá því að þeir væru tilbúnir að leiða viðræður en staðan í dag væri þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið. Því þurfi mögulega að gera hlutina öðruvísi. „Ef menn hafa ekki viðmælendur er ekkert víst að þeir þiggi umboðið þó forseti biðji um það,“ segir Baldur um ummæli Benedikts og Birgittu en bendir á að Birgitta gæti hafa verið að vísa í hugsanlega myndun minnihlutastjórnar sem Píratar hafa talað fyrir. Og þó svo forsetinn veiti einhverjum umboð til að mynda meirihlutastjórn en sá myndar minnihlutastjórn með stuðningi meirihluta þingsins, þá sé komin ný ríkisstjórn.Umboðið bindur ekki hendur annarra „Svo megum við ekki gleyma hins vegar heldur að það getur heilmikið verið að gerast á bak við tjöldin þó við vitum ekki af því. Stjórnarmyndunarumboðið bindur ekki hendur hinna flokkanna að tala saman. Og maður hlýtur að spyrja sig ef Viðreisn getur ekki unnið með þessum flokkum, með hverjum ætla þeir að vinna þá? Vilja þeir aðra umferð með Sjálfstæðisflokknum?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Segir stöðuna mjög snúna og flókna. 23. nóvember 2016 19:04 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur nokkra leiki í stöðunni þegar hún ræðir við forseta Íslands á morgun. Hún gæti beðið um svigrúm til að ræða óformlega um möguleika á myndun annars konar ríkisstjórnar eftir að viðræður Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sigldu í strand í dag. Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor en hann segir Katrínu geta lagt það til að hún ræði við Sjálfstæðisflokkinn og einhvern þriðja flokk eða þá að hún kanni möguleikann á að skipta Framsókn út fyrir Viðreisn til að reyna að mynda fjölflokkastjórn. Katrín sagði við fjölmiðla fyrr í dag að lengst hefði verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar í þessum viðræðum er varðar skattamál og sjávarútveg.Katrín gæti skipt Framsókn inn í fjölflokkastjórnina fyrir Viðreisn, en það gæti strandað á Pírötum að mati stjórnmálafræðings.Vísir/ErnirInnáskipting Framsóknar gæti strandað á Pírötum „Það myndi þá helst stranda á Pírötum, því ef ég man rétt hafa þeir útilokað samvinnu við Framsóknarflokkinn,“ segir Baldur.Sjá einnig: Hafa rætt við þá flokka sem þau vilja vinna með Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín fái einhverja daga frá forsetanum til að kanna þessa möguleika áður en hann snýr sér annað. „En það fer eftir því hvort Katrín telji þessa möguleika raunsæja.“Eðlilegt að allir fá að spreyta sig Spurður hvort það sé komið að því að reyna að mynda minnihlutastjórn svarar Baldur að það sé ekki tímabært. „Það væri ekkert óeðlilegt að formenn allra flokka á þingi fengju tækifæri til að spreyta sig áður en menn færu að spreyta sig á því að mynda minnihlutastjórn. Það liggur ekki fyrir hvort einhverjir séu tilbúnir að styðja minnihlutastjórn, maður sér það ekki í augnablikinu.“Forseti Íslands gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna.Vísir/EyþórGuðni gæti talað frjálslega á bak við luktar dyr Sú spurning vaknar hvort Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fari að hafa meiri áhrif á þessa stjórnarmyndunarviðræður. Guðni lýsti því sjálfur í samtali við Vísi í apríl síðastliðnum að fordæmi væru fyrir slíku og rifjaði upp við það tilefni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, skipaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, fyrir að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hlutleysi árið 2009. Spurður hvort að Guðni gæti tekið upp á því að segja formönnum flokkanna fyrir verkum segir Baldur erfitt að meta það. „Hann getur alveg talað frjálslega við menn bak við luktar dyr, hvort sem hann kýs að gera það veit ég ekki. Það er ekkert óeðlilegt þegar allir vita það að það er erfitt að mynda ríkisstjórn að allir fái að spreyta sig,“ segir Baldur.Fremur lausbeisluð Honum hefur þó fundist þessar stjórnarmyndunarþreifingar og formlegu viðræður hafa gengið fremur hægt. „Ég hef fullan skilning á því að hlutirnir ganga kannski ekki hratt fyrir sig en í kvöld var upplýst að í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki farið að ræða ríkisfjármálin. Í þessum stjórnarmyndunarviðræðum var ekki farið að ræða landbúnaðarmálin og ekki búið að kafa djúpt ofan í hlutina þannig að menn væru farnir að leysa skattamálin eða fjármál ríkisins. Þannig að menn hafa verið fremur rólegir hingað til,“ segir Baldur og þar gæti forsetinn mögulega stigið inn í atburðarásina. „Það kæmi ekki á óvart ef forsetinn færi að reka aðeins á eftir mönnum. Þau hafa verið fremur lausbeisluð í þessu.“Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Vísir/Kristinn IngvarssonHikandi Benedikt og Birgitta Þegar rætt var við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformann Pírata, í kvöld um viðræðuslitin þá var ekki að heyra á þeim að þau myndu stökkva beint á stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands ef hann myndi bjóða þeim það.Sjá einnig: Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Benedikt sagði stöðuna vera snúna, nú væri mikilvægast að finna manneskju sem getur gert mest gagn í því að ná flokkunum saman. Birgitta sagði að Píratar hefðu greint forseta frá því að þeir væru tilbúnir að leiða viðræður en staðan í dag væri þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið. Því þurfi mögulega að gera hlutina öðruvísi. „Ef menn hafa ekki viðmælendur er ekkert víst að þeir þiggi umboðið þó forseti biðji um það,“ segir Baldur um ummæli Benedikts og Birgittu en bendir á að Birgitta gæti hafa verið að vísa í hugsanlega myndun minnihlutastjórnar sem Píratar hafa talað fyrir. Og þó svo forsetinn veiti einhverjum umboð til að mynda meirihlutastjórn en sá myndar minnihlutastjórn með stuðningi meirihluta þingsins, þá sé komin ný ríkisstjórn.Umboðið bindur ekki hendur annarra „Svo megum við ekki gleyma hins vegar heldur að það getur heilmikið verið að gerast á bak við tjöldin þó við vitum ekki af því. Stjórnarmyndunarumboðið bindur ekki hendur hinna flokkanna að tala saman. Og maður hlýtur að spyrja sig ef Viðreisn getur ekki unnið með þessum flokkum, með hverjum ætla þeir að vinna þá? Vilja þeir aðra umferð með Sjálfstæðisflokknum?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Segir stöðuna mjög snúna og flókna. 23. nóvember 2016 19:04 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Segir stöðuna mjög snúna og flókna. 23. nóvember 2016 19:04