Óttast að ófaglærðu fólki fjölgi í skólunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Valgerður Eiríksdóttir kennari í Fellaskóla segir alvarlega stöðu blasa við ef leiðbeinendum í skólunum fjölgar. Vísir/Stefán Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira