Óttast að ófaglærðu fólki fjölgi í skólunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Valgerður Eiríksdóttir kennari í Fellaskóla segir alvarlega stöðu blasa við ef leiðbeinendum í skólunum fjölgar. Vísir/Stefán Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira