Trúir ekki á hraðann í tískuheiminum 25. nóvember 2016 16:30 Nýjasta lína Millu Snorrason heitir Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. Mynd/Rut Sigurðardóttir Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfirborðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafnið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fundið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvikmyndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internetið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“„Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. Mynd/EyþórFlíkur með lágt kolefnisspor En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhugaverðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða aðstæður. Ullarpeysurnar eru framleiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skiptir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að endurnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“Endurspeglar eigin fatastíl Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghildur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consuelo Castiglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppáhaldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghildur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni.Mikil viðurkenning Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönnunarsjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gífurlega undir. Fatahönnun er virkilega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostnaðarhliðinni.“Ýmislegt á döfinni Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borghildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við gengum um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vörusýningu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ Meira um Milla Snorrason hér. Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfirborðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafnið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fundið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvikmyndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internetið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“„Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. Mynd/EyþórFlíkur með lágt kolefnisspor En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhugaverðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða aðstæður. Ullarpeysurnar eru framleiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skiptir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að endurnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“Endurspeglar eigin fatastíl Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghildur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consuelo Castiglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppáhaldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghildur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni.Mikil viðurkenning Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönnunarsjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gífurlega undir. Fatahönnun er virkilega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostnaðarhliðinni.“Ýmislegt á döfinni Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borghildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við gengum um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vörusýningu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ Meira um Milla Snorrason hér.
Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira