Trúir ekki á hraðann í tískuheiminum 25. nóvember 2016 16:30 Nýjasta lína Millu Snorrason heitir Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. Mynd/Rut Sigurðardóttir Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfirborðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafnið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fundið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvikmyndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internetið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“„Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. Mynd/EyþórFlíkur með lágt kolefnisspor En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhugaverðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða aðstæður. Ullarpeysurnar eru framleiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skiptir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að endurnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“Endurspeglar eigin fatastíl Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghildur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consuelo Castiglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppáhaldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghildur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni.Mikil viðurkenning Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönnunarsjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gífurlega undir. Fatahönnun er virkilega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostnaðarhliðinni.“Ýmislegt á döfinni Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borghildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við gengum um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vörusýningu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ Meira um Milla Snorrason hér. Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfirborðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafnið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fundið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvikmyndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internetið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“„Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. Mynd/EyþórFlíkur með lágt kolefnisspor En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhugaverðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða aðstæður. Ullarpeysurnar eru framleiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skiptir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að endurnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“Endurspeglar eigin fatastíl Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghildur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consuelo Castiglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppáhaldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghildur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni.Mikil viðurkenning Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönnunarsjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gífurlega undir. Fatahönnun er virkilega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostnaðarhliðinni.“Ýmislegt á döfinni Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borghildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við gengum um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vörusýningu í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ Meira um Milla Snorrason hér.
Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira