Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 10:30 Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið: Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið:
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira