Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41