Sátt í sjónmáli við norsku barnaverndina Andri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið. mynd/úr einkasafni Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofnana hér og í Noregi, en norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá lokaniðurstöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfirvöldum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengsins. Eftir að móðirin var svipt forræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að velferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofnana hér og í Noregi, en norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá lokaniðurstöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfirvöldum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengsins. Eftir að móðirin var svipt forræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að velferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira