Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 13:50 Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Guðna Th. Jóhannessonar í síðasta mánuði. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09
Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00