Lífið

Eigin­maður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Domin­os“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar var spenntur fyrir tvennutilboðinu. Það er mikið í gangi í lífi Katrínar Jakobs um þessar mundir.
Gunnar var spenntur fyrir tvennutilboðinu. Það er mikið í gangi í lífi Katrínar Jakobs um þessar mundir.
„Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag.

Mögulega fær hún umboð til að mynda nýja ríkisstjórn eftir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar sigldi í strand.

„Það rann upp fyrir mér þegar ég hringdi í manninn minn til að segja honum að ég hefði fengið boð um a mæta á Bessastaði í dag (sem mér fannst sjálfri soldil tíðindi).“

Katrín segir að eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason hafa tekið upp símann og svarað um hæl; „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos að sækja tvennutilboð“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×