Frá ítölskum börum í skagfirska sveit Elín Albertsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:30 Víkingur Kristjánsson hefur helgað sig barþjónastarfinu frá fimmtán ára aldri. Hann kann að búa til flotta kokkteila. MYND/GVA Víkingur Kristjánsson á langan feril að baki sem starfsmaður á börum og veitingastöðum á Ítalíu þótt hann sé enn ungur að árum. Frá unglingsaldri varð hann hugfanginn af veitingarekstri við Gardavatnið þar sem hann er alinn upp. Víkingur starfar núna í gistihúsi ætlað efnafólki. Víkingur er sonur Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara og Sigurjónu Sverrisdóttur. Þótt hann sé alinn upp í óperuheiminum langaði hann aldrei að feta þá braut. Hins vegar hefur hann mikla unun af klassískri tónlist og leikhúsi. „Pabbi var duglegur að taka okkur systkinin með sér í ferðalög, gjarnan eitt í einu, þannig að við fengum að njóta okkar í miklu dekri og kynnast leikhúsunum,“ segir Víkingur. Hann starfar núna á falinni perlu, prívat gistiheimili í Fljótunum í Skagafirði sem er í eigu erlendra aðila. Þar dvelja stórstjörnur og efnafólk og nýtur íslenskrar náttúru í skjóli fjalla. Víkingur hefur starfað þar frá opnun í apríl sl. og er bundinn trúnaði um gesti.Víkingur ólst upp á Ítalíu en flutti heim árið 2012. Íslenskt mannlíf hefur komið honum á óvart ekki síður en menning og listir.Ísland kom á óvart Víkingur segir að hann hafi alltaf litið á sig sem Ítala þangað til hann fluttist til Íslands árið 2012. „Foreldrar mínir flutti hingað til lands 2009. Ég hafði einungis komið hingað í stuttar heimsóknir að sumri eða um jól svo ég þekkti landið ekkert sérstaklega vel. Það hefur hins vegar komið mér stórkostlega á óvart og ég er búinn að finna Íslendinginn í mér. Listir, menning, tónlistarlíf og hönnun er á heimsmælikvarða þrátt fyrir fámennið sem hér býr. Mér finnst það frábært. Auk þess eru verkalýðsmál miklu betri en á Ítalíu,“ segir hann. „Ég heillaðist af mannlífinu við Gardavatnið þegar ég var að alast upp. Þar var mikill ferðamannastraumur. Það var svolítið skemmtilegt að þegar ég kom til Íslands upplifði ég líka þennan ferðamannastraum og að Ísland var ekki síður vinsælt en Gardavatnið. Ég hef mjög gaman af því að kynnast fólki frá ólíkum stöðum í heiminum. Ítalska er fyrsta tungumálið mitt og allir mínir vinir eru ítalskir,“ segir Víkingur en bætir við að foreldrar sínir hafi alltaf talað íslensku heima. „Ég lærði líka íslensku af au pair stúlkum sem aðstoðuðu á heimilinu en þær voru alltaf frá Íslandi. Mig langar samt að læra íslenskuna betur en hef ekki komið því í verk.“Flottir kokkteilar Víkingur segist hafa mjög gaman af því að prófa nýja hluti. Eftir að hafa starfað sem barþjónn á Slippbarnum, Koli og Öldu hóteli í Reykjavík lagði hann land undir fót og hóf störf á vinsælasta ítalska veitingahúsinu í Haag í Hollandi sem nefnist La Passione. „Þar störfuðu bara Ítalir og það var gaman að tengjast þeim aftur,“ segir Víkingur. Hann var þar í eitt og hálft ár áður en hann flutti í skagfirska sveit. „Ég byrjaði fimmtán ára að vinna á bar við Gardavatnið en færði mig síðan yfir á pitsustað. Þar kynntist ég manni sem rak vinsælan kokteilbar, Nautilus, en þar starfaði ég um tíma. Þaðan lá leiðin á kaffibar en þá var ég orðinn leiður á að vinna á nóttunni. Barstarfið dró mig aftur til sín þegar ég var beðinn um að reka vinsælan skemmtistað við ströndina. Staðurinn tók á milli 2-3.000 gesti. Þetta var sumarskemmtistaður þar sem dansað var utanhúss,“ segir Víkingur ,þegar hann rekur feril sinn áður en hann flutti hingað til lands. Á Slippbarnum kynntist hann Ásgeiri Má Björnssyni yfirþjóni sem Víkingur segir að hafi komið kokteilum á kortið hjá Íslendingum. „Hann er mikill kokteilmeistari,“ segir hann „og kenndi mér margt.“Víkingur í íslenskri sveit.Íslensk jól Víkingur ætlar að vera á Íslandi áfram og segir að það sé ýmislegt sem hann langi til að gera. „Það kom mér á óvart hvað Reykjavík er alþjóðleg borg. Íslensk tónlist er til dæmis stórkostleg,“ segir hann. Öll fjölskyldan er nú á Íslandi nema bróðir hans, Sverrir, sem starfar við tölvuleikjagerð í San Francisco og er kvæntur hálfbandarískri konu. „Svo á ég yngri systur, Rannveigu, sem er nemandi í MR,“ segir Víkingur en þess má geta að amma hans, Rannveig Guðmundsdóttir, var lengi alþingismaður. Víkingur segir að Ítalía eigi stóran stað í hjarta hans. „Ég á eftir að fara þangað í heimsóknir enda á ég marga vini þar. Ítalskur matur er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Á jólunum borðum við hins vegar hefðbundinn íslenskan mat,“ segir hann. „Mér finnst stemningin á Íslandi á aðventu og jólum æðisleg,“ segir þessi ungi en reynslumikli barþjónn. Matur Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Víkingur Kristjánsson á langan feril að baki sem starfsmaður á börum og veitingastöðum á Ítalíu þótt hann sé enn ungur að árum. Frá unglingsaldri varð hann hugfanginn af veitingarekstri við Gardavatnið þar sem hann er alinn upp. Víkingur starfar núna í gistihúsi ætlað efnafólki. Víkingur er sonur Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara og Sigurjónu Sverrisdóttur. Þótt hann sé alinn upp í óperuheiminum langaði hann aldrei að feta þá braut. Hins vegar hefur hann mikla unun af klassískri tónlist og leikhúsi. „Pabbi var duglegur að taka okkur systkinin með sér í ferðalög, gjarnan eitt í einu, þannig að við fengum að njóta okkar í miklu dekri og kynnast leikhúsunum,“ segir Víkingur. Hann starfar núna á falinni perlu, prívat gistiheimili í Fljótunum í Skagafirði sem er í eigu erlendra aðila. Þar dvelja stórstjörnur og efnafólk og nýtur íslenskrar náttúru í skjóli fjalla. Víkingur hefur starfað þar frá opnun í apríl sl. og er bundinn trúnaði um gesti.Víkingur ólst upp á Ítalíu en flutti heim árið 2012. Íslenskt mannlíf hefur komið honum á óvart ekki síður en menning og listir.Ísland kom á óvart Víkingur segir að hann hafi alltaf litið á sig sem Ítala þangað til hann fluttist til Íslands árið 2012. „Foreldrar mínir flutti hingað til lands 2009. Ég hafði einungis komið hingað í stuttar heimsóknir að sumri eða um jól svo ég þekkti landið ekkert sérstaklega vel. Það hefur hins vegar komið mér stórkostlega á óvart og ég er búinn að finna Íslendinginn í mér. Listir, menning, tónlistarlíf og hönnun er á heimsmælikvarða þrátt fyrir fámennið sem hér býr. Mér finnst það frábært. Auk þess eru verkalýðsmál miklu betri en á Ítalíu,“ segir hann. „Ég heillaðist af mannlífinu við Gardavatnið þegar ég var að alast upp. Þar var mikill ferðamannastraumur. Það var svolítið skemmtilegt að þegar ég kom til Íslands upplifði ég líka þennan ferðamannastraum og að Ísland var ekki síður vinsælt en Gardavatnið. Ég hef mjög gaman af því að kynnast fólki frá ólíkum stöðum í heiminum. Ítalska er fyrsta tungumálið mitt og allir mínir vinir eru ítalskir,“ segir Víkingur en bætir við að foreldrar sínir hafi alltaf talað íslensku heima. „Ég lærði líka íslensku af au pair stúlkum sem aðstoðuðu á heimilinu en þær voru alltaf frá Íslandi. Mig langar samt að læra íslenskuna betur en hef ekki komið því í verk.“Flottir kokkteilar Víkingur segist hafa mjög gaman af því að prófa nýja hluti. Eftir að hafa starfað sem barþjónn á Slippbarnum, Koli og Öldu hóteli í Reykjavík lagði hann land undir fót og hóf störf á vinsælasta ítalska veitingahúsinu í Haag í Hollandi sem nefnist La Passione. „Þar störfuðu bara Ítalir og það var gaman að tengjast þeim aftur,“ segir Víkingur. Hann var þar í eitt og hálft ár áður en hann flutti í skagfirska sveit. „Ég byrjaði fimmtán ára að vinna á bar við Gardavatnið en færði mig síðan yfir á pitsustað. Þar kynntist ég manni sem rak vinsælan kokteilbar, Nautilus, en þar starfaði ég um tíma. Þaðan lá leiðin á kaffibar en þá var ég orðinn leiður á að vinna á nóttunni. Barstarfið dró mig aftur til sín þegar ég var beðinn um að reka vinsælan skemmtistað við ströndina. Staðurinn tók á milli 2-3.000 gesti. Þetta var sumarskemmtistaður þar sem dansað var utanhúss,“ segir Víkingur ,þegar hann rekur feril sinn áður en hann flutti hingað til lands. Á Slippbarnum kynntist hann Ásgeiri Má Björnssyni yfirþjóni sem Víkingur segir að hafi komið kokteilum á kortið hjá Íslendingum. „Hann er mikill kokteilmeistari,“ segir hann „og kenndi mér margt.“Víkingur í íslenskri sveit.Íslensk jól Víkingur ætlar að vera á Íslandi áfram og segir að það sé ýmislegt sem hann langi til að gera. „Það kom mér á óvart hvað Reykjavík er alþjóðleg borg. Íslensk tónlist er til dæmis stórkostleg,“ segir hann. Öll fjölskyldan er nú á Íslandi nema bróðir hans, Sverrir, sem starfar við tölvuleikjagerð í San Francisco og er kvæntur hálfbandarískri konu. „Svo á ég yngri systur, Rannveigu, sem er nemandi í MR,“ segir Víkingur en þess má geta að amma hans, Rannveig Guðmundsdóttir, var lengi alþingismaður. Víkingur segir að Ítalía eigi stóran stað í hjarta hans. „Ég á eftir að fara þangað í heimsóknir enda á ég marga vini þar. Ítalskur matur er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Á jólunum borðum við hins vegar hefðbundinn íslenskan mat,“ segir hann. „Mér finnst stemningin á Íslandi á aðventu og jólum æðisleg,“ segir þessi ungi en reynslumikli barþjónn.
Matur Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira