Innlent

Boða til mótmæla vegna ákvörðunar kjararáðs

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá mótmælum á Austurvelli haustið 2008.
Frá mótmælum á Austurvelli haustið 2008. mynd/vísir
Flokkur fólksins hefur boðað til mótmæla á Austurvelli laugardaginn næstkomandi vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands. 



Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Þingfararkaup alþingismanna hefur hækkað um 45 prósent og nemur 1,1 milljónum króna á ári. Í fréttatilkynningunni segir að Flokkur fólksins mótmæli harðlega gjörningi kjararáðs. „Við lítum á þetta sem hræsni og blauta tusku í andlit þeirra sem lifa hér við kröpp kjör og er haldið hér í fátæktargildrum. Sýnum samstöðu og mætum öll með baráttuna og mótmælaspjöldin að vopni," kemur fram í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×