Nýkjörinn þingmaður mætti viku of snemma í vinnuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:48 Tilhlökkun er eflaust ástæðan fyrir þessu öllu saman, segir Kolbeinn Proppé. mynd/garðar Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02